top of page

Skilvirkasti almenni ferðamátinn
Í þessu verkefni munum við fjalla um almenningssamgöngurnar flugvélar, lestir, skip og rútur. Við munum rannsaka þessi tæki og komast að því hvert þeirra er skilvirkast. Hvert og eitt hefur sína kosti og galla en hvert þeirra ættir þú að nýta þér til að ferðast á milli staða? Við munum ekki taka fyrir bíla, hjól og einkaflugvélar því það flokkast ekki undir almenningssamgöngur, heldur eru það einkaeign hvers og eins. Við svörun rannsóknarspurningarinnar munum við taka tillit til þæginda, hraða, pláss fyrir farangur, verð og síðast en alls ekki síst, mengun.
bottom of page