top of page

Fyrstu lestarnar voru vagnar dregnir af hestum. Þessar lestar fóru auðvitað mjög hægt og tóku aðeins örfáa menn. Eftir aldamótin 1800 tóku lestar sem  höfðu gufuvélar við af hestvögnunum. Fyrsta virkandi gufulestin í fullri stærð á járnbrautarteinum var byggð árið 1803 í Englandi af Richard Trevithick. Árið 1829 var pöntuð lest til Bandaríkjanna frá Bretlandi og keyrði fyrst sama ár. Lestin fékk nafnið Stourbridge Lion og þetta var fyrsta lestin til að vera notuð í Bandaríkjunum en 15 árum áður hafði George Stephenson byggt fyrstu lestina af þessari gerð.

Árið 1964 var fyrsta háhraða lestin fundin upp í Tokyo, Japan. Þessar lestir ferðast um þrisvar sinnum hraðar en venjulegar lestir.

Árið 1902 var fyrsta Maglev lestin fundin upp af Alfred Zehden og árið 1979 var sú fyrsta byggð. Hún var fyrst notuð árið 1995 með farþegum í. “Maglev” er stytting á magnetic levitation en það eru þeir tveir hlutir sem einkenna Maglev lestirnar. Maglev lestirnar eru háhraða lestir eða “bullet trains”. Þær eru segulmagnaðar og nota það til að svífa yfir jörðinni. Þær eru enn þann dag í dag aðeins notaðar í Japan en gætu hugsanlega verið á leiðinni til annarra landa eins og Bandaríkjanna bráðlega.

Lest

© 2016 by KST Co.

  • w-facebook
bottom of page