top of page

Öryggi
Lestir eru mjög öruggar, það er t.d. mjög erfitt að losa þær frá teinunum þar sem þær eru svo þungar. Lestir eru 1000 sinnum öruggari en bílar. Líkurnar á því að lenda í lestarslysi eru 1 á móti 431.800 (cirka 0.0002%) en flestir kjósa frekar að ferðast með flugvél, það er örugglega því að það tekur lengri tíma að taka lest og ekki er jafn mikið pláss fyrir farþegana í lestinni.
Mengun
Lestir sem keyra lengri leiðir (á 32 km leið) eyða um 0.19 kg/km á hvern farþega af koltvíoxíð (CO2) sem er minna en flugvélar. Rafmagnslestir menga mikið minna. Hljóðmengun lesta er einnig lítil en á lestarteinunum eru demparar sem taka mikið af titringnum sem síðan minnkar hljóðmengunina. Mikið af nútíma lestum hafa verið hannaðar til að framleiða mikið minni hávaða og hafa á sumum stöðum verið sett lög um hversu háværar lestir mega vera. Maglev lestirnar gefa frá sér mikið minni hávaða en eina hljóðmengunin sem maglev lestin veldur er loftaflfræðileg hljóðmengun.
Lestir
bottom of page