
Skip
Fyrstu bátarnir voru kallaðir “kúffur”. Þeir voru búnir til úr skinni og voru hringlóttir. Kúffan þróaðist yfir í “Kóraklin” sem er næstum því alveg eins, nema hann hafði viðar grind til að styðja við skinnið. Svo komu Eintrjáningar sem voru fyrstu tegundirnar af Kanó sem voru einfaldlega holir að innan. Kúragginn er Írskur bátur sem er talinn vera með leifar af skinnbátum sem voru áður eitt helsta samgöngutæki um öll norðurhöf. Báturinn er búinn til úr nautahúð og er síðan saumaður saman og strengdur utan um sterka trégrind.
Nútíma bátar/skip eru gerðir úr “ferrosementi” sem er blanda gerð úr sementi, stáli og einnig úr áli.
Öll þessi efni eru með sína kosti og galla t.d. er stál sterkt efni og endist lengi en þó getur það samt rotnað ef ekki er farið vel með það. Ál er ódýrt, létt og endist lengi en það tærist léttilega.