top of page

Fyrstu tegundirnar af rútum (strætóum) voru hestavagnar sem voru gerðir í París árið 1662. Hestavagnarnir voru mjög vinsælir alveg þangað til að miðaverðið hækkaði og aðeins ríka og flotta fólkinu var leyft að ganga um borð. Það hætti síðan 15 árum seinna og það var ekki heyrt um þannig þjónustu alveg þangað til í kringum 1820. Þá byrjaði fyrsta Omnibus þjónustan sem var stofnuð af John Greenwood. Hann keypti fyrst tvo hesta og svo vagn með nokkrum sætum og byrjaði að fara á milli Manchester og Liverpool. Omnibus reyndist vera frábær hugmynd því maður þurfti ekki að panta sæti fyrirfram. Seinna byrjaði hann svo fara á milli Buxton, Chester og Shefield. Fyrirtækið hans John Greenwood endaði með því að það sameinaðist með öðru Omnibus fyrirtæki.

 

Síðan þróaðist rútan (strætóinn) frá hestavagni yfir í gufurútu. Byrjað var að nota gufurútur árið 1830 á Englandi og var þeim stjórnað af Walter Hancock. Gufurútunar voru miklu betri en hestavagnarnir því þeri voru miklu hraðari og ódýrari í rekstri. En háir tollar og umferðareglur sáu til þess að hestavagnanir væru ennþá betri kosturinn. Trolleybus (rafknúinn strætó) kom árið 1882 og var búinn til af Dr. Ernst Werner von Siemens en var ekki opinn til allra fyrr en árið 1901 vegna Max Schiemann en var síðan hætt í notkun árið 1904. En það er ennþá hægt að sjá rafknúina strætóa sumstaðar í heiminum í dag.


Svo eftir það komu vélknúnar rútur sem eru einnig notaðar enn þann dag í dag. Þær var byrjað að nota árið 1895 í Þýskalandi, gátu keyrt á 18 km/klst og gátu 20 manneskjur verið um borð. Rútan var mjög vinsæl og fleiri af þeirri gerð voru síðar búnar til.

Rútur

© 2016 by KST Co.

  • w-facebook
bottom of page