
Fyrsta flugvélin sem virkaði var hönnuð af Wright bræðrunum og var án efa eitt mikilvægasta loftfar allra tíma því það sýndi að vélknúið, stjórnað flug var mögulegt og leiddi til þess að fleiri og fleiri reyndu að fullkomna flugvélina á sinn eigin hátt. Blériot XI var fyrsta flugvélin sem flaug yfir
ermasundið árið 1909 og var hún gerð úr viðarramma sem var styrktur af stálvírum. Vélin náði hámarkshraðanum 76 km/klst.
RAF S.E.5a var sterkbyggð eins sætis orrustuflugvél með stöðuga byssuundirstöðu. Hún var gerð í Bretlandi árið 1916 og voru gerð 5.205 eintök af henni. Hún var gerð úr viðargrind sem var svo klædd með dúk, sté en vængir voru samt gerðir úr viði með ramma úr stálrörum. Hámarkshraði vélarinnar var 222 km/klst.
DH60 Gipsy Moth var ódýr í framleiðslu og viðhaldi, sterkbyggð og áreiðanleg og þessvegna var hún notuð mest af flugklúbbum og til einkaflugs. Flugvélin var hönnuð árið 1928 og voru rúmlega 1000 eintök gerð. Vélin var gerð ódýr með því að hafa stjórnvírana utan á flugvélarskrokknum og með því að hafa hana litla og létta. Hámarkshraði vélarinnar var 165 km/klst og gat hún flogið í 3 tíma samfellt.
Boeing 787-8 Dreamliner er mjög gott dæmi um nútíma flugvél, hún var gerð árið 2009 og er smíðuð aðallega úr gerviefnum. Hún nær 954km/klst og er knúin af Rolls Royce trent 1000 mótor.