
Flugvél
Góð í langar ferðir en slæm í stuttar ferðir
Hraðasti ferðamátinn
Verð: misjafnt, fer eftir því hvað ferðin er löng og hvort það þurfi að millilenda
Pláss fyrir marga farþega, pláss fyrir mikinn farangur og létt að finna flugferð
Mengar næst minnst
Öruggasti ferðamátinn
Þægilegasti ferðmátinn að mati fólksins sem tók þátt í könnuninni.
Lest
Góð í stuttar ferðir en slæm í mjög langar ferðir
Næst hröðust
Næst ódýrust
Pláss fyrir farþega: misjafnt
Mengar næst minnst
Næst öruggasti ferðamátinn
Næst þægilegast að mati þeirra sem tóku þátt í könnuninnu
Rúta
Góð í stuttar ferðir en slæm í langar ferðir, en mjög góð að því leyti að hún kemst á staði sem skip, flugvélar og lestir komast ekki, T.d. upp á fjöll og hálendi eða óbyggt land.
Ódýrust af öllum ferðamátunum.
Minnsta plássið (bæði fyrir farþega og farangur)
Mengar minnst
Frekar örugg, fer samt stórlega eftir bílstjóranum.
Óþægilegasti ferðamátinn að mati þeirra sem tóku þátt í könnuninni.
Skip
Hægasti ferðamátinn
Dýrasti ferðamátinn
Mesta plássið, einnig góður fyrir að flytja mikið af vörum milli landa
Mengar mest
Hættulegasti ferðamátinn
Næst óþægilegasti ferðamátinn að mati þeirra sem tóku þátt í könnuninni
Niðurstaða
Flestir farþegar sem vilja bara komast á milli landa fljótlega og örugglega munu oftast velja flugvélina. Þó svo að flugvélar hafi ekki endilega mest einkapláss fyrir farþegana væri þægilegra fyrir minni farþega að ferðast með flugvél.
Þeir sem hafa mikinn tíma og vilja njóta lífsins á meðan þeir ferðast munu örugglega oftast velja skip til að ferðast.
Það væri samt ekki fyrir alla, þar sem sumir verða sjóveikir og geta ekkert að því gert.
Þeir sem vilja skoða náttúruna og skoða landið sem þeir eru staddir í munu velja rútuna þar sem hún er góð til þess að keyra á staði í náttúrunni sem lestir komast ekki á. Og svo auðvitað líka fyrir þá sem eru á "budgetti".
Lestir eru bestar fyrir fólk sem þarf að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma, þær eru áreiðanlegar og næstum því alltaf á réttum tíma.